Á hverju þekkist siðblindur?
Sænskur gátlisti, „Hur känner man igen en psykopat?“, af Psykopat. Vältalig och manipulativ, skoðað 7. janúar 2011.Það er mjög erfitt að sjá út siðblindan einstakling því hann er oftast heillandi og þægilegur við fyrstu kynni. Siðblindir eru meistarar í að koma „eðlilega“ fyrir. Samt eru nokkur hættumerki sem hægt er að hafa í huga til að átta sig á siðblindu eðli. Þessi eru helst:
- Viðkomandi reynir við fyrstu kynni að sannfæra þig um hversu mikla yfirburði hann hefur fram yfir þig. Hann gæti gert þetta með því að hampa sinni menntun, launum, hlutverki eða verkefnum sem hann heldur því fram að hann hafi á sinni könnu.
- Sjúkleg lygaárátta (mytomani) fylgir siðblindu. Vertu á varðbergi gegn því að hann sé tvísaga. Ef eitthvað hljómar of ótrúlega til að vera satt er sú oft raunin.
- Kalt, tómt og starandi augnaráð er varúðarmerki. Augnaráði siðblinds manns er oft lýst sem meir starandi en venjulegs fólks. Sá siðblindi starir óafvitandi á allt umhverfis sig.
- Dulbúnar eða beinar hótanir: Siðblindur notar oft einhvers konar hótanir til að fá vilja sínum framgengt. Hótunin virkar oft sakleysisleg, t.d. „ef við gerum ekki þetta þá mun þetta gerast“.
- Siðblindur hefur oft ákaflega háar hugmyndir um sjálfan sig. Þegar hann rekur þætti úr ævi sinni kemur bólgið sjálfsálitið í ljós.
- Siðblindur kemur misjafnlega fram við annað fólk eftir því hvaða hlutverki það gegnir í samfélaginu. T.d. veður hann yfir undirmenn og smjaðrar fyrir yfirmönnum.
Auðvitað getur venjulegt fólk sýnt þessi einkenni. En samt ber að líta á þau sem varasöm, þau benda oft til að ekki sé allt í lagi með viðkomandi.
Gagnvirkt próf, á sænsku, sem gefur vísbendingar um hvort maður sé í tygjum við siðblindan: „Lever du med en psykopat?“ á Psykologitest.se
Uppfært 23. ágúst 2011
Harpa Hreinsdóttir