Til baka á forsíðu
 
Fórnarlömb siðblindra: Konur, makar og börn
 

┌lfsauguEf við treystum niðurstöðum Roberts Hare o.fl. um að siðblindir séu um 1% fólks1 og gerum ráð fyrir að a.m.k. 5 manns tengist hverjum þeirra nánum böndum þá er augljóst að hver og einn siðblindur veldur miklum skaða. Siðblindir hafa vitaskuld mest áhrif á þá sem standa þeim næst, þ.e. elskendur, maka og börn. Almennt gildir að siðblindir reyna að ná algeru valdi yfir minni máttar.

Í þessum vef um siðblindu er fylgt þeirri viðteknu skoðun að meirihluti siðblindra séu karlar. Robert Hare heldur því  fram að hugsanleg skýring á kynjahlutföllum í siðblindu sé sú að siðblindar konur séu greindar öðruvísi vegna hefðbundinna skoðana á hlutverki og framkomu kynjanna. Hann segir að ef karl og kona sýni öll kjarnaeinkenni siðblindu muni læknir líklega greina karlinn siðblindan eða með andfélagslega persónuleikaröskun en konuna með sefapersónuleikaröskun (histrionic PD) eða sjálfsdýrkunarpersónuleikaröskun (narcissistic PD) því verið geti að konan sýni fá andfélagsleg hegðunareinkenni. Ekki er ólíklegt að hún reyni að herma eftir þeirri staðalímynd kynsystra sinna sem þykir eftirsóknarverð og láti lítið fyrir sér fara, virki hlý, ástrík og undirgefin. Hare nefnir engar tölur um hlutfall siðblindra kvenna í þessu sambandi.2

Siðblindir leita sér ekki hjálpar af sjálfsdáðum enda sjá þeir ekki að neitt sé að sér. En innan velferðarkerfisins rekst fólk óbeint á hina siðblindu, gegnum alla þá sem siðblindir hafa áreitt og alla þá sem bera varanlegan skaða eftir þá reynslu.

Með því að þekkja einkenni siðblindu getur maður betur áttað sig á slíkum einstaklingum þegar maður hittir þá, til að geta vikið sér undan. Sé maður þegar fastur í vef hins siðblinda er tvennt sem kemur til greina: Að láta hart mæta hörðu við hinn siðblinda eða forða sér. Hvort tveggja tekur tíma, er erfitt, sársaukafullt og jafnvel hættulegt en borgar sig þegar til lengri tíma er litið.

Með aukinni þekkingu má vonast til að færri hafni í greipum siðblindra og að allir sem þegar eru fastir í heljargreipum þeirra geri sér það ljóst og komist undan.3


1 Margar rannsóknir hafa verið gerðar á glæpamönnum í fangelsum en á seinni árum hafa menn beint sjónum sínum að samfélaginu almennt og reynt að meta hversu algeng siðblinda er innan þess. Nefna má rannsóknina äPsychopathic Traits in a Large Community Sample: Links to Violence, Alcohol Use, and Intelligenceô, sem Craig S. Neumann og Robert D. Hare gerðu og birtist í Journal of Consulting and Clinical Psychology, 2008, 76(5), s. 893-899. Greinin er aðgengileg á Vefnum. Skoðað var tilviljanakennt úrtak úr annarri fjölmennari rannsókn (MacArthur Violence Risk Study (Monahan et al., 2001), alls 514 manns, af báðum kynjum, jafnt hvítir sem  äBandaríkjamenn af afrískum upprunaô og notuð skimunarútgáfan af greiningarlykli Hare (PCL-SV). Niðurstöðurnar voru flestir skoruðu 3 stig eða lægra á siðblindukvarðanum en að 1-2% þáttakenda skoruðu meir en 12 stig, sem gefur til kynna einkenni um siðblindu. (Ath. að skimunarútgáfan PCL-SV er annar kvarði en PCL-R, sá fyrrnefndi nær frá 0 - 24 og þeir sem skora 18 stig og hærra eru sambærilegir þeim sem skora 30 stig og hærra á PCL-R.) Enginn munur mældist eftir kynþætti. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra sambærilegra rannsókna.

2 Babiak, Paul og Robert D. Hare. 2007. Snakes in Suit. When Psychopaths Go to Work, s. 101-102.  HarperCollins, New York. Bókin kom fyrst út árið 2006.

Í yfirlitsgreininni äGender differences in contributions of emotion to psychopathy and antisocial personality disorderô eftir  Jill E. Rogstad og Richard Rogers, í Clinical Psychology Review  28. árg. 8. tbl. december 2008, s.1472-1484, er fjallað um þennan kynjamun. Niðurstaða höfunda greinarinnar er að annað hvort sé siðblinda fátíðari meðal kvenna eða að mælitæki Hare, PCL-R, dugi ekki til að mæla siðblindu kvenna. Þar segir (og er er krækt í einstakar rannsóknir úr greininni á Vefnum):

ä3.2. Prevalence of female psychopathy
Various studies have established that the prevalence of psychopathy is lower for females than for males using standard cut scores in correctional settings (Salekin, Rogers, & Sewell, 1997) and forensic hospitals (Weizmann-Henelius, Viemerö, & Eronen, 2004b). [Hare, 1991] and [Hare, 2003] established a widely-used PCL-R cut score of > 30 (out of a possible 40) to classify psychopaths. Very few females are characterized as psychopaths using this cut score: 16.0% of female jail inmates (Salekin et al., 1997) and 17.4% of female prisoners (Warren et al., 2003). In the only direct gender-comparison study, Grann (2000) found the rates of psychopathy for violent offenders to be only 11.0% for women versus 31.0% for men. In the first large-scale investigation of prevalence rates, Vitale, Smith, Brinkley, and Newman (2002) classified only 9.0% of 528 non-psychotic female offenders as psychopaths. The authors hypothesized that this low prevalence was due to either a genuinely lower base rate of psychopathy in women or an inability of the PCL-R to adequately assess the construct in women.ô
 

3 Dahl, Alv A. og Aud Dalsegg. 2000. Sjarmør og tyrann. Et innsyn i psykopatenes og ofrenes verden, s. 13.. H. Aschehoug & Co (W. Nygaard), Oslo. (Þetta er aukin og endurbætt útgáfa frá 1997.)
 
 
 

Gert 24. ágúst 2011
Harpa Hreinsdóttir