Til baka á forsíðu
 
Einkenni siðblindu skv. Hervey Cleckley
 
Það hafa margir sett fram lista yfir einkenni siðblindu eða einhvers konar konar greiningarlykla.1  Sá sem fyrstur gat sér verulega frægð fyrir umfjöllun um siðblindu var geðlæknirinn Hervey Cleckley, í bók sinni The Mask of Sanity sem kom út 1941. Hún var byggð á rannsóknum hans á siðblindum föngum og er enn talin til grundvallarrita í siðblindufræðum og marg-endurútgefin.
The Mask of Sanity er hægt að nálgast á Vefnum, krækt er í pdf-útgáfu hennar.

Cleckley taldi eftirfarandi 16 atriði einkenna persónuleika og hegðun siðblindra einstaklinga2:
 

 1. Yfirborðskenndir persónutöfrar og góð greind
 2. Engin blekkjandi eða óraunhæf hugsun
 3. Engin taugaveiklun eða hugsýki
 4. Ekki hægt að treysta
 5. Óheiðarleiki og fals
 6. Skortur á eftirsjá og skömm
 7. Fljótfær andfélagsleg hegðun
 8. Léleg dómgreind og lærir ekki af reynslunni
 9. Sjúkleg sjálfselska og vanhæfni til að elska
 10. Vanmáttur í að bregðast við sterkum tilfinningum
 11. Ákveðinn skortur á innsæi
 12. Skortur á viðbrögðum í almennum félagslegum tengslum
 13. Ótrúleg og ógeðfelld hegðun þegar áfengi er drukkið og stundum edrú
 14. Hótanir um sjálfsvíg leiða sjaldan til sjálfsvígs
 15. Kynlíf er ópersónulegt, hversdagslegt og ekki litað af ástríðu
 16. Vangeta til að fylgja eftir markmiðum í lífinu

1 Sjá t.d. Hervé, Hugues. 2004. äPsychopathic subtypes: Historical and Contemporary Perspectivesô í The Psychopath: Theory, Research, and Practice, s. 431-460. Routledge, Bandaríkjunum, Skoðað á Google bækur þann 6. janúar 2011.

2 Cleckley, Hervey M. 1988, 5. útg. The Mask of Sanity, s. 338-339 í pdf-skjali af bókinni.
 

Gert 22. ágúst 2011
Harpa Hreinsdóttir